oink oink

Tuesday, January 09, 2007

sólbruni í janúar

Djísús! Þótt ég hefði bara farið í 7 mínútna ljósatíma í gær er ég skaðbrennd! Brennd allsstaðar, illt þegar ég geng (sérstaklega í gallabuxum), illt þegar ég sit (jú nó ver), illt í framan og bara almennt aum. En sé stóran mun á húðinni sem er eini plúsinn. Ef ég fer aftur í ljós þá lær ég 3-5 mínútur nægja. Annars er af sem áður var með tímann í þessu... maður þurfti alltaf að vera tuttugu mínútur eða 12 mínútur í túrbó. Nú eru þetta bara túrbó bekkir og maður ræður tímanum, 3, 5, 7, 10 mín... bara það sem maður vill. Trúi ekki að ég sé farin að tala vel um ljósabekki! Nei vont vont vont... það er bara svo gaman að vera pínu brúnn.

Núna eru strákalingarnir mínir í leikskólanum í fyrsta skipti síðan fyrir jól. Það verður gott að komast í rútínuna aftur. Jökull er stútfullur af gullkornum og við erum stundum í meiriháttar basli við að grenja ekki úr hlátri yfir pælingunum hans. King Kong er hetjan hans og hann eyðir góðum tíma á hverjum degi að finna út hvort einhver sé sterkari en King Kong. Pabbi hans hefur komist næst því að vera sterkari en hann hefur samt enn vinninginn. Ég er viss um að hann dreymir þennan blessaða apa á hverri einustu nóttu, honum finnst hann svoooo flottur!

Ein mynd að lokum..

















Nokkrar frá jólunum hér.

4 Comments:

  • At 12:52 AM, Blogger Hjössi said…

    Tja held að tengdó þín hafi áhyggjur, magni á lausu, þú farin að fara aftur í ljós.... hmmm

     
  • At 1:35 AM, Blogger Klara said…

    Já - þú manst nú hvað Bjössi tapaði sér í ljósunum á sínum tíma. Full ástæða til að hafa áhyggjur.
    ;) hihi

     
  • At 1:46 AM, Blogger Auður said…

    Hahahahah :) Fyndna fólk ;)

     
  • At 9:25 AM, Blogger Linda said…

    Ég ákvað í haust að grafa skoðun mína á ljósabekkjum og kaupa mér ljósakort. Búin með það núna, æj, það er svo gaman að vera með smá lit :p. En ég brann einmitt á sitjandanum eftir fyrsta tímann líka ;). Fór samt ekki í túrbó tíma.

     

Post a Comment

<< Home