oink oink

Monday, January 15, 2007

oldies


Ég er svo yfir mig hamingjusöm með þessar fimleikaæfingar að ég er barasta í skýjunum! Þetta er jafnvel skemmtilegra en hélt að það yrði... og ég hélt að það væri ekki hægt. Alls konar skemmtilegar æfingar; góð upphitun, fullt af skemmtilegu þreki og teygjum, stökkæfingar á gólfi, trampólín.... alveg hámarksútrás í heila tvo tíma. Maður er vel rjóður í kinnum og sveittur, hehe.
Það sem kemur mér mest á óvart var ég sjálf samt. Var að geta og þora miklu meira en ég átti von á. Gerði meira að segja araba-heljar á dýnu, framheljar, flikk og allan pakkann, jáhá! Og það er svo miklu minna mál en ég bjóst við enda eru áhöldin svo ótrúlega góð og það hjálpar heilan helling.
Það er svo gaman að sjá bestu fimleikastelpurnar hérna í dag. Þvílíkar framfarir í íþróttinni. Maður þótti nú alveg ágætur í þessu hérna í dentid en maður væri næstum lélegur á mælikvarðanum í dag! Reyndar eru áhöldin og aðstæður svo þúsund sinnum betri núna. Gryfjurnar voru td nýkomnar þegar ég var að hætta og allar dýnur fyrir stökkseríur, bretti, trampólínin... þetta eru svo flott og góð áhöld núna að það er ekki hægt að líkja því saman við þetta dót sem við vorum með í "gamla daga". Svo maður tali nú ekki um þegar við þurftum alltaf að eyða drjúgum tíma í að setja upp áhöldin í byrjun æfing og ganga svo frá þeim í lokin því þá átti skíðadeildin salinn! Það er ekkert lítið mál að setja upp tvíslá og ganga frá henni aftur! Allavega ekki þegar maður er 10 - 12 ára ;-)

Djísús, hvað ég er gömul.... tala eins og gömul kona. Næsta fimleikaæfing á fimmtudaginn, hlakka til :-) Og BC í fyrró, hlakka líka til... ungfrú ofvirk.

1 Comments:

  • At 1:33 AM, Blogger Auður said…

    úff!
    Annars með fimleikana, já um að gera að koma :-) Annars eru orðnir svo hræðilega margir í þessum tímum að ég held að þær ætli að fara að setja stopp á fjöldann..... annars fer tíminn bara í að bíða í röð sem er náttúrlega doldið glatað.

     

Post a Comment

<< Home