oink oink

Tuesday, January 16, 2007

Byggingarmál

Ég er heima með veikan strákalubba í dag. Ég ætlaði að setja hann á leikskólann í dag en hann er bara ekki orðinn nógu góður. En með nokkrar kommur og mikið hor. Þannig að við reynum bara að hafa eins kósí í dag og hægt er.

Ég kíkti til í Ýr í gærkvöldi þar sem við þurftum að fara yfir ýmislegt í teikningunni okkar. Nú eru ljósin það sem þarf að ákveða áður en steypt er meira. Þvílíkt sem þarf að hugsa fyrir nokkrum ljósum. Og ekkert nokkrum ljósum neitt, heldur bara fullt af þeim.... annars verður víst bara myrkur. Maður er ekkert vanur að þurfa að spá svona mikið í svona hluti þannig að þetta er auðvitað svoldið mál að gleyma ekki hinum og þessum stað sem gott væri að geta haft ljós á! Við vorum endalaust að fatta nýjan og nýjan stað þar sem er möst að hafa ljós. Sem betur fer er Ýr með mjög gott auga fyrir þessu... eins og svo mörgu öðru! Heppin við..

Eins þarf að ákveða svo margt sem ég var ekkert farin að pæla í af viti eins og td hvort við ætlum að hafa hornbaðkar eða venjulegt á efri hæðinni, hellurnar eða vaskinn á eyjunni í eldhúsinu (sem er uppi) eða ekki... og margt svona. Já og fara að velja sér eldhúsinnréttingu. Já, það er gaman að pæla í þessu en samt er maður eitthvað svo óöruggur stundum með ákvarðanirnar, ekki laust við að það örli á valkvíðanum sem Rósa talaði um á sínum tíma, hehe.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home