oink oink

Wednesday, January 17, 2007

ekki mikið um að vera... og þó

Hér er enn einn lítill heima með hita og hor! Þetta er fimmti dagurinn í dag og honum versnar bara frekar en hitt. Fór með hann til læknis áðan en ekkert alvarlegt í gangi, engar sýkingar eða neitt þannig. Þannig að við höldum áfram í stílunum og nefspreyinu.

En það tekur á að hanga svona heima í hjúkrun allan daginn. Okkur var boðið í mat í Hæðó í gær þar sem Hjördís systir er að fara til Perú á morgun í spænskuskóla og sjálfboðastarf. Svoldið ólík systkinum sínum þessi. Og verður þar í einhverja 2 eða 3 mánuði. Eftir matinn fór ég aðeins að vinna í ljósmyndastúdíói úti á Granda og svo í saumó til Möggu þar sem voru Maja, Karin og Bella mættar. Ferlega fínt, náði smá brauðrétt, kökusneið og tvöföldum latte þar áður en ég fór heim. Hefði reyndar mátt fá mér einfaldan latte þar sem ég svaf eiginlega ekkert í nótt. Algjörlega andvaka og fór svo í BC kl rúmlega 6. Mætti segja mér að ég yrði död í kveld.

Annars er ekkert þannig að frétta, bara veikindi, stöku vinna, atvinnuleit, pælingar og heilabrjót vegna húsbyggingar, þrif og þvottar! Svo þykist maður ekki hafa neitt að gera!

2 Comments:

  • At 2:44 AM, Blogger Hjössi said…

    Nóteraðu þetta allt niður varðandi húsamálin Ausa mín.. Það er gott að hafa e-a reynslubolta þegar okkar tími kemur....

    Hils

    hoa

     
  • At 4:23 AM, Blogger Auður said…

    Eruð þið búin að ákveða hvort þið farið í einingar eða steypu? Eruð þið búin að láta teikna?

     

Post a Comment

<< Home