oink oink

Saturday, December 23, 2006

jul

Ég er bara engan veginn að ná því að jólin séu á morgun! Á morgun, folks!! Það er orðið stútfullt undir trénu af pökkum hérna og ekki samt allir pakkarnir komnir.... sem er jákvætt vandamál ;-) Og ég held að ég sé bara búin að öllu, svei mér þá. Reyndar eru örfá jólakort enn hér sem munu berast milli jóla og nýárs en það verður að hafa það. Þetta eru kortin hjá fólkinu sem er síflytjandi og ég er enn að finna út sum heimilisföngin.

Enn einum titlinum var bætt í safnið á fimmtudaginn þegar mín útskrifaðist sem förðunarfræðingur. Tók þetta auðvitað með trompi og útskrifaðist með hæstu einkunn ;-) Við vorum reyndar tvær með hæstu einkunn en það er aukaatriði, hoho! Montnust er ég þó af möppunni minni sem ég fékk 10 fyrir :-)
Eftir útskriftina fórum við stelpurnar í bekknum saman heim til einnar þar sem við borðuðum saman og höfðum það gott. Þessi stelpa býr ekki í húsi... heldur er þetta líkara höll! Ef ég hefði verið sett þarna inn og látin giska á hver byggi þarna þá hefði ég líklega giskað á Madonnu! Geðsjúklega flott og STÓRT hús! Og ég sem hélt að Galtalindin mín væri nú bara í fínni kantinum... MISSKILNINGUR!!!

En já, jólin á morgun og BootCamp í fríi milli jóla og nýárs! Og mín fór á eina æfingu í vikunni... sem er slæmt þegar maður fyrsta og síðasta sem maður borðar yfir daginn er súkkulaði. Djísús hvað ég sjúk í súkkulaði. Í dag er ég varla búin að borða neitt nema súkkulaði. Súkkulaði í öll mál... Röggl! Ætli maður verði ekki bara að druslast í Hreyfingu eitthvað í næstu viku. Er sko alveg hætt að nenna þangað eftir að ég kynntist BC. Ojæja, sjáum til.

Segjum þetta gott í bili, hafið það öll gott á morgun og borðið á ykkur gat eins og ég ;-)

Tuesday, December 19, 2006

Engin pempía

Jólaskapið

Ég held að ég sé alveg að komast í jólaskap :-) Byrjaði jólagjafainnkaupin á sunnudaginn og kláraði þau líka, jólatréið er komið upp í stofunni (óskreytt samt) og jólakortin fara í póst á morgun. Pakkarnir eru byrjaðir að staflast upp á borðstofuborðinu og þá fer maður nú að hugsa til jólanna ;-þ Þó svo að ég eigi engan pakka þarna og viti hvað í þeim öllum, aukaatriði bara.

Jólaballatíminn er NÚNA. Farðaði þrjár í kvöld fyrir jólaböll, HK, Guðrúnu vinkonu hennar og Valdísi systur. Voða gaman að punta þær vitandi að ég útskrifist sem förðunargella á fimmtudaginn.

Og viti menn, ég er byrjuð að borða smákökur! Hef aldrei borðað smákökur fyrr. Og reyndar varla smakkað þær heldur. Svoldið oft þannig, borða ekki eitthvað bara af því að ég held að það sé ekki gott. En já, byrjaði að borða þessa einu sort í dag. Tengdamamma bakaði þetta og þetta er svona líka þrælgott. Og er búin að borða fáránlega mikið af þessu í dag... og hugsa mikið til þessara fáu sem eftir eru. Spurning um að gúffa þessu bara öllu í sig og klára þetta svo ég þurfi ekki að hugsa um þetta meir. Hmmm. Guði sé lof fyrir BC segi ég nú bara.

Er að hugsa hvort ég eigi að hætta mér út í nýjasta Kompás málið. Hef eiginlega viljandi forðast svona mál hér á blogginu þar sem ég nenni aldrei að rífast við fólk. Er samt að hugsa um að láta vaða núna. Finnst þetta svo skrítið mál. Af hverju hefur maður aldrei heyrt neitt af þessu fyrr ef þetta er allt satt? Svo kemur þetta bara einn daginn í Kompásþætti, löng umfjöllun og allir fá sjokk. Enginn hafði heyrt neitt af þessu. Æji ég veit ekki, ég þekki manninn ekkert en ég vona nú að þetta sé ekki satt. Og ef þetta er ekki satt, þá mun þetta samt alltaf fylgja honum... þannig er það með kynferðisafbrotaásakanir. En þetta hlýtur að skýrast.

Monday, December 18, 2006

ekkert að frétta

Þar sem ég hef ekkert að segja á þessum dimmasta degi sem ég man eftir þá verður þetta sjálfsprófskvöldið mikla

You're Confident...Sometimes
You can seem confident when the occasion calls for itBut inside you may be experiencing a bit of self doubtA little more inner confidence could take you far...And convince others that you're as confident as you try to seem
Your Reputation Is: Maneater
You're the kind of girl all the chicks hate...And guys are both scared of you yet strangely drawn in.
hu? Er þetta satt? Stelpur??
Djók

Thursday, December 14, 2006

flutt

Well, aftur komin á bloggerinn! Mér var bara nóg boðið þarna hinum megin og nenni ekki að bíða endalaust eftir að þetta lagist... þannig að hér verð ég í framtíðinni. Vonandi.

Ég fer að hallast að því að ég sé á svörtum lista í netheimum. Fyrir hvað veit ég ekki. Það er eins og ég sé elt ein hérna. Alltaf allt bilað :-(

En já, ég er búin í prófum. Glöð með það en samt smá leið. Leið yfir að skólinn sé að verða búinn. Svo finnst mér pínu gaman í prófum og stressinu sem því fylgir. Það tekur alveg á en einhvern veginn þrífst ég á svona stressi. Einhver aukakraftur sem hleypur í mann. Þessi próf hafa samt auðvitað verið ólík öllum öðrum prófum sem ég hef tekið um ævina. En mjög gaman að prófa það líka ;-) Síðasta prófið var í morgun og ég gerði Smoky förðun. Ég held að mér hafi bara gengið ágætlega. Jújú alltaf eitthvað sem mætti sjálfsagt gera pínu betur en veltum okkur ekki upp úr því.

En nú er bara að fara að kaupa jólagjafir og senda út jólakortin. Verð samt að minnast á eitt með jólakortin frá okkur þessi jólin. Þar sem ég hef alltaf verið svo fordómafull á jólakort sem fólk skrifar ekki sjálft á, heldur lætur prenta textann, þá verð ég að viðurkenna að ég er ekki að praktissa vott æ prítsj í þeim efnum núna :-/ Þið afsakið. Extra persónulegt kort næstu jól í staðinn ;-)

Éndilega kommentið til að láta mig vita að þið séuð búin að átta ykkur á flutningunum. Svo þarf ég að fara að setja upp allt dótið mitt hér og linkana ;-)